Listgreinar

Leiklist

Í leiklist erum við búin að æfa okkur í því að tjá okkur, koma fram og leika. Mér finnst leiklist mjög skemmtileg.

Tónmennt

 Í tónmennt vorum við að skrifa ritgerð. Mér fannst það frekar leiðinlegt. Ég hefði frekar viljað leika á fingrum fram á píanóið.

Myndmennt 1

Í myndmennt vorum við að læra að gera andlit í réttum hlutöllum. Mér fannst það mjög skemmtilegt þrátt fyrir að mér finnist ekkert svo gaman að teikna.

 


Verkgreinar

Smíði

Í smíði gerðum við hring úr járni til á fingri og tré bakka. Ég lærði að smíða betur. Mér fannst þetta mjög gaman.

Textílmennt

Í textílmennt vorum við að sauma náttbuxur. Ég lærði að nota saumavél betur. Mér fannst þetta fínt.

Myndmennt 2

Í myndmennt 2 vorum við að gera ýmislegt eins og t.d. Op art. Ég lærði að teikna betur. Mér fannst þetta fínt.


Íþróttir, sund og útileikir

Íþróttir

Í íþróttum vorum við að taka t.d píp test og langstökk. Ég bætti þolið mitt. Mér finnst mjög gaman í íþróttum.

Útileikir

Í Útileikjum vorum við að gera ýmislegt en oftast vorum við nú í Brennó. Mér fannst gaman í útileikjum.

Sund

Í sundi vorum við að gera margt t.d synda eins langt og við gátum á 14 mín. Ég bætti mig í sundi. Mér finnst sund frekar leiðinlegt.


Ritun

Í íslensku vorum við að skrifa frjálst. Ég ákvað að skrifa fræðirit og fræðiritið mitt fjallaði um Mount Everest, drekatré og rykmaura. Ritið heitir Vissir þú? Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og ég lærði helling um það sem ég skrifaði. 


Úlfljótsvatn English

In English we wrote about what we did in Úlfljótsvatn. 

Here can you listen about what I thought about Úlfljótsvatn


Health

In English we did a poster about health. Sveinn, Björn G. and I were in a group together. We wrote about fruits and vegatables, physical activity and vitamins. I found this project fun and down below can you see our project.

13340541_1159968800726499_1099492280_o (1)


bókagagnrýni

Galdrastafir og græn augu er skemmtileg og spennandi bók sem rithöfundurinn Anna Heiða Pálsdóttir skrifaði en hún hefur ekki skrifað margar bækur en hún þýtt bækur á erlendum tungumálum yfir á íslensku. Bókin var gefin út árið 1997.  Galdrastafir og græn augu er bók fyrir allan aldur. Í þessari bók fáum við að kynnast honum Sveini hann er fjórtán ára pjakkur sem finnst fátt leiðinlegra en að skoða gamlar rústir. Svo sér hann stein sem er ristur með rúnum og galdrastaf við hliðina á honum. Þessi bók er afar skemmtileg, fyndin stundum og áhugaverð.  Skemmtilegast fannst mér hvernig hann fór aftur í tíman en áhugaverðast fannst mér að þegar hann kom aftur til framtíðarinnar þá voru aðeins 2 tímar liðnir og að Séra Eiríkur og Stokkseyra Dísa hafi verið galdramenn útað því að þau voru svo trúuð þrátt fyrir að það mátti ekki galdra á 18 öldunni. Stokkseyra Dísa var næstum búinn að kæfa Séra Eirík með því að gefa honum peysu sem hún var búinn að setja álög á en Sveinn bjargaði honum með vasahnífinum sínum. ég gef þessari bók 4,5 stjörnur


Búddaritgerð

Í samfélagsfræði vorum við að læra um Búddhatrú og áttum að gera ritgerð um trúna. Ritgerðin átti að vera í kringum 800-1000 orð. Mér fannst verkefnið ágætt.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt.


Tyrkjaránið lekrit

Í samfélagsfræði vorum við að læra um Tyrkjaránið. Við enduðum á því að gera leikrit. Ég lék Laurits Bagge fyrir hlé og Ishamet eftir hléið. Leikritið var í kringum 40 mínutna langt og við sýndum bæði fyrir foreldra og yngri bekki. Ég lærði aðeins meira um Tyrkjaránið. Mér fannst mjög gaman að leika í þessu leikriti. 

 


Matardagbók

Í náttúrufræði var ég með Sveini í hóp. Við áttum að gefa einkunnir fyrir matardagbækur sem nemendur fylltu inn í á þremur dögum. Þegar við höfðum lokið því gerðum við súlurit úr upplýsingunum. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni. Ég lærði að gefa einkunnir. Niðurstöðurnar komu eiginlega ekkert að óvart, það sem var borðað minnst af voru grjón og popp, mest var drukkið af vatni og næst mest borðað af ávöxtum. Hér fyrir neðan getur þú séð niðurstöðurnar úr 7,AÖ.
13342205_1631482903739093_1375834693_n


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband